Skynsöm þjóð

Íslendingar vilja ekki inngöngu í ESB enda skynsöm þjóð. Samfylkingin er reyndar ekki sammála því enda er aðild að ESB eina mál þess stjórnmálaflokks. Samfylkingarmenn á þingi beittu sér gegn því að þjóðin fengi að kjósa um það hvort fara skyldi í aðildarviðræður, skiljanlega þar sem það hefði verið fellt. Það er alvarlegra að sú atkvæðagreiðsla sem fara skal fram um aðildarsamning þegar hann liggur fyrir verður ekki bindandi. Lýðræðisástin nær þannig ekki út fyrir eigin hagsmuni Samfylkingarinnar enda er fyrirséð sú tilvistarkreppa sem flokkurinn mun lenda í þegar eina málinu þeirra hefur verið hafnað af þjóðinni.


mbl.is Fleiri andvígir aðild að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Ef Samfylkingin teldi sig geta komizt hjá því að halda þjóðaratkvæði um endanlega inngöngu þá gerði hún það.

Hjörtur J. Guðmundsson, 4.8.2009 kl. 11:41

2 identicon

Sæl.

Er það ekki rétt skilið hjá mér að þjóðaratkvæðagreiðslan er ekki bindandi?  Þannig að Samfylkingin gæti auðveldlega komið Íslandi í ESB þótt 90% þjóðarinnar væri á móti?  Þeir virðast a.m.k. vera tilbúnir til að fórna öllu, þess vegna heill þjóðar til að komast í þetta bandalag.

AA (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 11:48

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Samfylkingin gæti hunzað hvaða niðurstöðu sem væri þar sem hún myndi ekki binda hendur þingmanna hennar frekar en annarra flokka.

Það er kannski ólíklegt að Samfylkingin hunzaði 90% andstöðu þó það sé auðvitað engin trygging fyrir neinu í því sambandi.

Spurningin er kannski frekar hvað yrði ef t.d. staðan yrði 55% á móti 45%? eða jafnvel minni munur?

Hjörtur J. Guðmundsson, 4.8.2009 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband