Íslenska sendinefndin situr fyrir svörum

Núna sitja fulltrúar íslensku sendinefndarinnar á fundi hjá áhugasömum fulltrúum samtakanna Nei til EU í Noregi. Mikill áhugi er á okkar málefnum hér úti og gott að finna fyrir þeim mikla stuðningi sem hér ríkir í okkar garð. Mikið er spurt um Icesave og tengsl þess máls við ESB aðildarumsóknarferlið. Jafnframt virðast menn sannfærðir um að áhugi ESB á mögulegri aðild Íslands snúist um áhuga á fiskimiðunum, náttúruauðlindum og aðgengi að nýrri siglingaleið um norðurhöf.

Norðmenn sammála mér um að atvinnustigið í ESB löndunum sé óásættanlegt og að aðild að ESB sé ávísun á að 7-10% atvinnuleysi festist í sessi.

Nei til EU eru greinilega mjög sterk og öflug samtök sem byggja á langri reynslu og eru rík af þekkingu.  

Sendi baráttukveðjur heim til félaga minna sem eru í miðjum slag í þinginu, matarlausir að því er mér skilst.


mbl.is ESB óttist að vera hafnað af Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Sæl Unnur.

Beztu baráttukveðjur út til Noregs og vonandi gengur ykkur vel!

Kveðja, Sigurjón

Sigurjón, 28.11.2009 kl. 15:06

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Gangi ykkur vel :)

Hjörtur J. Guðmundsson, 28.11.2009 kl. 15:25

3 identicon

Þetta með atvinnustigið er orðin ein þrautseigasta lygi andstæðinga ESB. Þessu hefur svo sem áður verið haldið fram, þegar íslendingar gengu inn í EES á sínum tíma. Þá átti hérna að vera endalaust atvinnuleysi í kringum 10% og eintómt volæði. Þetta reyndist auðvitað vera ekkert nema eintóm þvæla hjá andstæðingum EES á þeim tíma. Þetta er ennþá eintóm lygi í andstæðingum ESB í dag. Sérstaklega í ljósi þess að íslendingar, og norðmenn eru í dag með atvinnulög ESB og hafa verið það síðan 1994, með öllum síðari breytingum.

Fyrir þá sem hafa áhuga á því að sjá hvað var fullyrt í kringum EES umræðunar er bent á að smella hérna.

Það verður þó ekki ofsagt að lygin sé besti vinur andstæðinga ESB. Miðað við þann málflutning sem kemur þaðan þessa dagna og undanfarið.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 15:27

4 Smámynd: Sigurjón

Kemur nú brandarakallinn Jón Frímann inn.  Gott hjá þér Jón.  Þú ert ágætur...

Sigurjón, 28.11.2009 kl. 15:47

5 Smámynd: Rafn Gíslason

Baráttu kveðjur til ykkar allra í Noregi þið eruð að vinna að góðum málstað.

Og Jón Frímann farðu nú að hætta þessu bulli það er komið nóg.

Rafn Gíslason, 28.11.2009 kl. 16:28

6 Smámynd: Haraldur Hansson

Vona að Norðmenn miðli af reynslu sinni og gefi góð ráð sem nýtast okkur vel. Það þarf að verjast áhlaupi kratanna gegn þjóðinni.

Haraldur Hansson, 28.11.2009 kl. 16:51

7 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Gott að þið fáið stuðning og vonandi ný vopn í Noregi til að berjast gegn ESB.

En hafið þið kannað möguleika okkar á að játast undir Noregskonung á ný? Er það ekki skárri kostur en að ganga inn í ESB.

Ég hef verið þeirra skoðunar að við ættu brátt að sigla til baka "heim" úr þessu fríi sem við fórum í til Íslands fyrir liðlega 1000 árum og halda til baka til Niðaróss að nýju.

Við skulum ekki gleyma því að á sínum tíma fórum við til Íslands til að flýja skatta. Nú fer að líða að því að skattpíning á Íslandi verði meiri en í Noregi og því er e.t.v. ríkari ástæða nú en áður að snúa til baka.

Svo hljótum við að eiga tilkall til olíusjóðs Noregs, því við erum jú bara Norðmenn í fríi..... reynar svolítið lengra fríi en gerist og gengur, en við höfum nú alltaf haft lag á að safna frídögum, enda vinnusöm þjóð......

Ómar Bjarki Smárason, 28.11.2009 kl. 17:36

8 Smámynd: Sigurjón

Ómar, víkingarnir fóru frá Noregi til að flýja átök fremur en skatta, auk þess sem þeir áttu ekki tilkall til lenda og fóru því út til að vinna nýjar lendur.  Þessi söguskoðun hjá þér er mjög vafasöm.

Þar fyrir utan stofnuðum við okkar lýðveldi og eigum ekki tilkall til neins í Noregi, en ég geri ráð fyrir því að þetta sé grínfærzla hjá þér í það heila.

Sigurjón, 28.11.2009 kl. 17:53

9 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Öllu gamni fylgir nokkur alvara, Sigurjón.....

Ómar Bjarki Smárason, 28.11.2009 kl. 18:00

10 Smámynd: Sigurjón

Já og allri alvöru fylgir nokkuð grín...

Sigurjón, 28.11.2009 kl. 19:30

11 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Þetta er ágætt í bland, Sigurjón....

Ómar Bjarki Smárason, 29.11.2009 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband