Enn bætt á áhyggjur landsmanna

Á óvissutímum líkt og nú eru í íslensku samfélagi myndast jarðvegur fyrir alls kyns hugmyndir að breytingum. Í ljósi þessa dustaði Samfylkingin rykið af fyrningarleiðinni,  kosningamáli sínu frá 2003 sem gengur út á það að allar aflaheimildir í núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi verða innkallaðar eins fljótt og auðið er og að hámarki á 20 árum. VG keyrði sína kosningabaráttu á svipaðri leið. 

 

Nú er það svo að mörg bæjarfélög hringinn um landið byggja sína tilveru á sjávarútvegi og afkomu hans. Hugmyndir ríkisstjórnarflokkanna vekja miklar áhyggjur hjá þeim fjölmörgu einstaklingum sem byggja sína afkomu á greininni og eru síst til þess fallnar að stuðla að þeirri endurreisn íslensks efnahagslífs sem ríður á að ráðast í. 

Íslensk þjóð þarf ekki á því að halda að ráðamenn þjóðarinnar stjórnist af poppúlisma og  hefndargirnd gegn vinnandi fólki. Sjávarútvegurinn er meginstoð íslensks atvinnulífs og okkar aðal útflutningsgrein. Því ber að styrkja greinina með ráð og dáð í stað þess að ráðast í stórskaðlegar aðgerðir með tilheyrandi óvissu og óafturkræfum afleiðingum.

 

 


mbl.is Lýsa vilja til að endurskoða fiskveiðistjórnunarlögin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hófsöm fyrningarleið er enginn heimsendir fyrir Íslenskan sjávarútveg.

En engu hefur mátt muna að gjafakvótakerfið og frjálsa frjálsa framsalið hafi hengt á sjávarútvegsfyrirtækin drápsklyfjar skulda.

Við skulum ekkert hlífa þessum fyrirtækjum við því. Þau geta þá bara farið á hausinn það koma bara önnur ný og ferskari fyrirtæki.

Fiskurinn í sjónum verður alltaf veiddur þó svo að þeir sem þykjast eiga hann með haus og hala telji sig ekki hafa efni á því að ná í hann.

Það verður áfram sjávarútvegur á Íslandi !

Ég held að þið nýjir þingmenn Sjálfstæðisflokksins ættuð nú að hafa vit á því að hætta algerlega að verja þessa svívirðu og einokun þessa gjörspillta gjafakvótakerfis ! 

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 08:49

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

Gunnlaugur. það er engin gjafakvóti til lengur. þeir sem fengu gjafakvóta eru farnir úr greininni. Þeir seldu sig út en vilja fá að komast frítt inn aftur.

fyrningaleið á kvóta er ávísun á gjaldþrot allra útgerðarfyrirtækja á landinu. skuldir þessara útgerða í formi lána frá bönkum mun þurfa að verða afskrifað í bönkunum. Þ.e. að bankarnir muni tapa 500 milljörðum króna og líklega fara í gjaldþrota nema til komi endurfjármögnun frá ríkinu (skattgreiðendum). 

óbein áhrif á gjaldþroti allra útgerða er gjaldþrot allra þjónustu fyrirtækja í sjávarútvegi. þegar allir stærstu viðskiptavinir (jafnvel einu viðskiptavinir) vélsmiðjunar í litli þorpi, fara á hausin, þá ver smiðjan líka á hausin. 

32.000 manns hafa beint og óbeint atvinnu af útgerð. lífbrauði og atvinnu þessa fólks er stefnt í hættu af einhverjum hugmyndum vinstri manna um að engin meigi eiga neitt og að stjórnmálamenn séu best til þess fallnir að skammta öllu til almennings og fyrirtækja. 

Gunnlaugur. eins og þú talar þá er greinilegt að þú hefur ekki nokkra hugmynd um það hvernig rekstur á sjávarútvegsfyrirtækjum gengur fyrir sig né hvernig útgerð virkar. þú getur veit og veit og frussað upp úr sjónum eins miklum fiski og þú getur náð í. en meðan þú getur ekki selt hann þá er hann verðlaust maðkafóður. 

þegar allar útgerðir landsins fara á hausinn tapast allir markaðir sem þær komist inn á. markaðir verða ekki unnir til baka án mikils tilkostnaður. markaðurinn mun einfaldlega ekki treysta á gæði og áræðanleika íslensks sjávarútvegs aftur þegar öll greinin hefur sett í uppnám. 

kostir íslenskrar fisk umfram, t.d. Færeyskan og Norskan er áræðanleiki við afhentingu. eftir að útgerðirnar eru farnar í þrot þá mun það taka að lágmarki 1 til 2 mánuði að koma öllum hjólum útlfutnings af stað á ný. þá er það bara orðið of seint og varanlegur skaði hefur hlotist með tilheyrandi verðfalli á íslenskum vörum. 

En Gaunnlaugur og aðrir sem þetta lesa, eruð þið tilbúnir að borga lán Samherja svo dæmi séu tekin?

Fannar frá Rifi, 9.5.2009 kl. 09:16

3 Smámynd: Matthildur Jóhannsdóttir

Sæl Unnur

Ert þú sú Unnur sem hefur verið að blogga mikið um Íslenska stafsetningu? Það var ein með því nefni inni á síðunni minn.

Matthildur Jóhannsdóttir, 13.5.2009 kl. 10:39

4 Smámynd: Unnur Brá Konráðsdóttir

Nei Matthildur ég held ég hafi bara aldrei blggað um stafsetningu

Unnur Brá Konráðsdóttir, 14.5.2009 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband