14.6.2009 | 14:52
Sóknarfæri framtíðarinnar
Þrátt fyrir óvissu og flókin viðfangsefni vegna stöðu efnahagsmála í núinu megum við aldrei gleyma því að við eigum margar sterkar stoðir sem við komum til með að byggja á til framtíðar.
- Aldurssamsetning þjóðarinnar er mjög hagstæð
- Menntunarstig er hátt
- Grunnstoðir samfélagsins eru sterkar
- Við eru rík af auðlindum; vatni, landi, fiski og orku
Lykillinn að því að ná árangri er að byggja á þessum stoðum, sækja fram og skapa meiri gjaldeyristekjur. Hlutverk stjórnvalda er að skapa þá umgjörð sem þarf til að atvinnulífið nái að rétta úr kútnum og vaxa. Meginmarkmiðið í þeim efnum er að stjórnsýslan þvælist ekki fyrir þegar kemur að því að hrinda verkefnum af stað líkt og gerðist þegar Sunnlendingar þurftu að sá á bak stórri mannaflsfrekri kísilverksmiðju sem til stóð að staðsetja í Ölfusi til Kanada þar sem umhverfisráðherrann Þórunn Sveinbjarnardóttir treysti sér ekki til að gefa út yfirlýsingu um að ráðuneytið myndi geta afgreitt umhverfismat vegna verkefnisins innan lögbundins tímafrests. Við höfum ekki efni á fleiri slíkum "fyrirgreiðslum" af hálfu stjórnvalda.
Styrkir innlenda matvælaframleiðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.