Fögnum frelsi og fullveldi


Enn og aftur höldum við þjóðhátíðardaginn hátíðlegan. Íslendingar búa sig upp, skunda ásamt börnum sínum skrýddum blöðrum og þjóðfánanum til mannfagnaða í bæjum og sveitum og fagna lýðveldisstofnuninni.  Gleði og frelsistilfinning einkennir daginn.
 
Í dag fögnum við 17. júní við erfiðari efnahagsaðstæður en nokkur hefði getað ímyndað sér. Bölmóður og heimsendaspár dynja yfir okkur alla dag í fjölmiðlum og virðist ekkert lát á og allt virðist verða óhamingju Íslands að vopni. 
 
Ég legg til að við sýnum lýðveldinu okkar þá virðingu að í dag leyfum við okkur að vera glöð og fagna frelsi okkar. Það eru ekki sjálfsögð gæði að vera fullvalda þjóð.
 
Á óvissutímum er hugmyndafræðilegt svigrúm fyrir allskyns breytingar. Afstaða landsmanna til ýmissa grundvallarmála hefur sveiflast gríðarlega undanfarna mánuði allt eftir því hvaða mál eru á örmum fjölmiðlamanna þann daginn. Dæmi um slíkt mál er hugsanleg Evrópusambandsaðild Íslendinga.  Aðild að ESB þýðir afsal á veigamiklum þáttum fullveldis okkar til Brussel og er markmið fullveldisframsals þjóðanna að byggja upp nýtt stórríki.
 
Er svo komið að landsmönnum þyki rétt að parkera hinu unga merki lýðveldisins undir Evrópufána og gefast upp á sjálfstæðinu? Eru landsmenn í alvöru á þeirri skoðun að stofnun Íslenska lýðveldisins hafi verið tilraun sem misheppnaðist?
 
Ég tel svo ekki vera og tel hagsmunum íslensku þjóðarinnar betur borgið utan ESB en innan. Við megum aldrei missa sjónir á heildarhagsmunum Íslensku þjóðarinnar til lengri tíma þó á móti blási í núinu. Að mínu viti er aðild að Evrópusambandinu  heldur ekki sú töfralausn á núverandi vanda sem margir talsmenn aðildar halda fram. Slík töfralausn er ekki til heldur þurfum við öll að leggjast á eitt við að vinna okkur út úr ástandinu.
mbl.is Það er kominn 17. júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband