30.6.2009 | 10:15
Forgangsröðun samgönguráðerrans
Öllum Íslendingum er ljóst að fara þarf vel með peninga og ráðstafa þeim fjármunum sem ákveðið er að nýta til framkvæmda á skynsamlegan hátt. Þar leikur forgangsröðun lykilhlutverk. Yfirlýsingar samgönguráðherra í fjölmiðlum í gær og afskaplega óskýr og í raun óskiljanleg svör ráðherrans í fyrirspurnartíma Alþingis í gær varpa ekki ljósi á það á hvaða forsendum ráðherrann byggir þá afstöðu sína að Suðurlandsvegurinn sé ekki forgangsmál. Þingmenn Suðurkjördæmis hafa óskað eftir fundi með ráðherranum sem fyrst til að fara yfir málið. Vonandi verður töluð íslenska á þeim fundi.
Vilja forgangsraða aftur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.