15.7.2009 | 19:29
Skúffuskýrslan komin í leitirnar
Enn og aftur upplifum við það hér á þinginu að frétta af mikilvægum gögnum varðandi stór mál úti í bæ. Tilgangur ríkisstjórnarflokkanna með þessari leyndarhyggju er mér óljós með öllu þar sem stjórnarliðar eru duglegir við að tala fjálglega um lýðræði, gagnsæi og vönduð vinnubrögð þegar þeir eru í ræðustóli. Allt í orði - ekkert á borði
Bændasamtökin fagna skýrslu um áhrif ESB-aðildar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Jón: Hvernig getur svona "upphlaup" verið kjánalegt? Hér er verið að kjósa um eitt stærsta mál á Alþingi íslendinga frá upphafi. Að ÖLL gögn liggi fyrir þegar það er gert, jafnvel drög, er kjánalegt? Þú ert ekki með öllum mjalla.
Mér finnst innihald draganna þar að auki mjög áhugavert. Það er verið að meta hver áhrifin geta orðið á landbúnað á Íslandi út frá ákveðnum forsendum... þ.e. að við fáum samskonar samning og finnar.
Þau áhrif eru að verksmiðjulandbúnaður á á hættu að leggjast af á Íslandi og hingað streymir ódýrara svínakjöt, egg og kjúklingar. Gott fyrir neytendur? Já, í upphafi! En það hangir svo miklu meira á spýtunni en það... þessi verksmiðjulandbúnaður treystir að langstærstum hluta á aðkeypt fóður, þar sem dýrin eru ekki á beit og heldur þannig fóðurverði niðri vegna magninnkaupa. Þannig verður allt fóður dýrara sem skilar sér í minni samkeppnishæfni annarra búfjárgreina. Mjólkin verður dýrari, innlenda kjötið verður dýrara... og þessar greinar lenda fljótlega í hættu líka. En það eru ekki bara bændurnir sem missa vinnuna... það eru allir aðrir sem vinna í geiranum. Landbúnaður og afleiddar greinar eru t.d. stærri en sjávarútvegur á Norðurlandi Eystra. Svo er annað sem við þurfum að meta... hvaða áhrif hefur þetta á ferðaþjónustuna þegar bændur fara að tapa tölunni? Það er ekkert metið, þrátt fyrir að þarna sé kafli um sérstöðu Íslands.
Þess vegna þarf að vega þessa hluti og meta MIKLU betur en er verið að gera í rassaköstum samfylkingarinnar.
Þar fyrir utan þá er mikilvægt að hugleiða að við erum ekki með nein skilgreind skilyrði eða markmið eða neitt... bara að senda möltufálkann Össur þarna út og sjá hvort það séu ekki einhver tilboð í gangi?
Við erum ekki að kaupa pizzur. Þetta varðar fullveldi þjóðar okkar og það er ENGIN stefnumörkun af hálfu ríkisstjórnarinnar né þingsins. Ef samningagerðin verður eins og í IceSave, þá á ég ekki von á góðu, svo ég sé nú bara hreinskilinn! En þetta er sjálfsagt bara upphlaup í mér!
Offi (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 22:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.