Ást blaðamanna á neikvæðni

Finnst fólki ekkert undarlegt það fréttamat fjölmiðla að fjalla með ýtarlegum hætti um þessi mótmæli nokkurra einstaklinga þegar nánast ekkert var fjallað um þann atburð í vor þegar 400 einstaklingar komu saman á Álverssvæðinu í vor til að slá Skjaldborg um Álver í Helguvík? Staðreyndin er sú að blaðamenn hafa að því er virðist engan áhuga á jákvæðum fréttum aðeins neikvæðum. Það er afskaplega sorglegt og ekki beint það sem Íslendingar þurfa á að halda í dag.

 


mbl.is Hættu mótmælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Kristjánsson

Unnur:

Hvernig færðu það út að þessi frétt fjalli um eitthvað neikvætt? Er það neikvætt að fólk tjái skoðanir sínar með friðsömum mótmælum?

Björn:

Ég er búinn að leiða hugann að þessu og ég sé ekkert að því að fólk megi mótmæla því sem það vill hvar í heiminum sem það vill. Hvort sem þetta fólk hefur rétt fyrir sér eða ekki, finnst mér út í hött að réttur til mótmæla eigi ekki að vera bundinn við þjóðerni. Sérstaklega ekki í málaflokkum sem snerta allan heiminn eins og á við um umhverfismál. Það að fólk ferðist heimshorna á milli til að berjast gegn risavöxnum, alþjóðlegum peningabatteríum, fyrir málstað sem það hefur trú á, er að mínu mati frekar aðdáunarvert. Ekki er verra að það sé fólk sem hefur meiri beina reynslu og þekkingu af afleiðingum fremkvæmda af þessu tagi frá sínum heimalöndum. Meiri reynslu og þrótt en hin sofandi þjóð sem byggir þetta land og lætur hvaða geðveiki sem er yfir sig ganga svo lengi sem einhverjir frasar um hagvöxt og undralausnir eru töfraðir fram. 

Guðmundur Kristjánsson, 12.8.2009 kl. 11:56

2 Smámynd: Guðmundur Kristjánsson

leiðrétting :)

"út í hött að réttur til mótmæla eigi ekki að vera bundinn við þjóðerni". 

 átti að vera:

"út í hött að réttur til mótmæla eigi að vera bundinn við þjóðerni". 

Guðmundur Kristjánsson, 12.8.2009 kl. 11:57

3 Smámynd: Skríll Lýðsson

Björn;

mér finnst það eðlilegt ef að lönd þessara mótmælenda séu full af rusli og mengun að þau vilji koma í veg fyrir að slíkt gerist hér.

þessi færsla þín skýtur sjálfa sig niður.

Skríll Lýðsson, 12.8.2009 kl. 12:04

4 Smámynd: Brissó B. Johannsson

Sammála Guðmundi.

Það að vera "neikvæður" er að vera gagngrýnin. "Jákvæðni" er að segja já og amen við stórfyrirtæki og kapítal. Einmitt hugsunarhátturinn sem kom Íslandi á hausinn. Allir voða jákvæðir - á meðan bankamenn unnu hörðum höndum, í allra manna ásýnd, að setja landið á hausinn.

Brissó B. Johannsson, 12.8.2009 kl. 12:05

5 Smámynd: Þorri Almennings Forni Loftski

Er skjaldborg um álversruglið í Helguvík jákvæð frétt? Hvílík firring og öfugsnúningur. Það neikvæða við þessa frétt um SI er að þau skyldu hlýða tilmælum lögrgulu og hætta mótmælum. Það er skammarlegt ef satt er.

Þorri Almennings Forni Loftski, 13.8.2009 kl. 02:50

6 Smámynd: Þorri Almennings Forni Loftski

Jákvæðni fyrir þessum þingmanni glæpasamtakanna er ganga undir nafninu Sjálfstæðislfokkurinn. Er að vera þægur og mótmæla ekki þegar ofríkisöflin nauðga viðkomandi í rassinn. Þið ættuð að skammast ykkur og hafa vit á því að halda kjafti í stað þess að halda áfram með drambið er varð þessari þjóð að falli.

Þorri Almennings Forni Loftski, 13.8.2009 kl. 02:54

7 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Ég las það úr orðum þingmannsins að fréttamenn ættu kanski annað slagið að sýna það sem er raunverulega að gerast - stórum hópum og uppákomum sem sýna vilj margra er ekki sinnt en háværir ofbeldishópar fá mikla athygli.

Ég er þingmanninum sammála -

Svo er það að fréttir af því sem jákvætt er virðast ekki rata inn á fréttatour og er það miður -

Einn fréttamaður orðaði það svo við mig - - við þurfum ekki að fjalla um það sem er í lagi - okkar er að benda á það sem er að þannig að hægt sé að laga það. 

Ætli engum fréttamanni hafi dottið í hug að allar þessar neikvæðu fréttir geti dregið kraftinn úr landsmönnum?

Skjaldborg um álverð jákvæð frétt?? Hvernig sem því er háttað voru þar á ferð nokkur hundruð ÍSLENDINGAR að tjá hug sinn. Er okkar tjáning síðri en tjáning erlendra ofbeldiseinstaklinga ?

Sá / sú sem kallar sig Þorra Almenning sýnir reyndar á hvaða þroskastigi þetta fólk er með orðbragði sínu. Eðlilegt að fela sig á bak við dulnefni þegar framsetningin er með þessu móti.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 13.8.2009 kl. 08:16

8 Smámynd: Þorri Almennings Forni Loftski

Þorri Almennings er ekki dulnenfi

Þorri Almennings Forni Loftski, 13.8.2009 kl. 17:21

9 Smámynd: Þorri Almennings Forni Loftski

Ólafur: Dulnefmi meinti ég.

Þetta minnir á ritskoðun í stríði þegar ekki má birta fréttir af ósigrum til að halda almenningi í blekkingunni. Það er engin hvít lygi til, bara lygi.

Annars birtist frétt og ljósmyndasería um ,,álvers skjaldborgina" á Smugan.is

Þorri Almennings Forni Loftski, 13.8.2009 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband