Fagleg vinnubrögđ?

Eflaust er ađ bera í bakkafullan lćkinn ađ fjalla hér á bloggi mínu um vinnubrögđ stjórnarmeirihlutans á Alţingi, en í dag er mér algerlega misbođiđ. Ég sat fund umhverfisnefndar Alţingis í morgun í forföllum Kristjáns Ţ. Júlíussonar sem var á fundi í fjárlaganefnd á sama tíma. Á fundinum var náttúruverndaráćtlun afgreidd úr nefndinni án ţess ađ um máliđ hafi veriđ rćtt í nefndinni. Máliđ hafđi veriđ tekiđ fyrir á einum fundi ţar sem fyrir nefndina komu ţeir sérfrćđingar sem unnu ađ gerđ áćtlunarinnar. Enginn ţeirra fjölmörgu ađila sem veittu umsögn um máliđ komu fyrir nefndina. 

Stjórnarţingmenn útskýra sitt mál ţannig ađ máliđ hafi fengiđ  faglega umfjöllun á síđasta ţingi. Svo má vel vera. En í dag sitja á ţingi 27 nýir ţingmenn og einn nýr stjórnmálaflokkur sem ekki hafa átt neina ađild ađ ţeirri málsmeđferđ. Ţá er mér hulin ráđgáta, fyrst síđasta nefnd skilađi svona góđu starfi, hvers vegna núverandi nefnd tók ekki upp ţćr breytingartillögur sem vinna síđustu nefndar leiddi til, en ţćr voru nokkrar t.d. varđandi ađ falla frá verndun Hvannar í hlíđum Reynisfjalls í Vík í Mýrdal.

Eitt er víst ađ ţađ geta ekki talist lýđrćđisleg vinnubrögđ ađ taka mál órćdd út úr nefndum Alţingis.

Ég tók máliđ upp undir liđnum störf ţingsins í dag ef einhvern langar ađ hlusta.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband