Skemmdarverk gegn framtíð Íslands

Mann setur hljóðan við fregnir af verkum sem þessum. Orf líftækni er fyrirtæki sem leggur metnað sinn í að framkvæma sínar tilraunir á faglegan og öruggan hátt. Fyrirtækið framleiðir prótein til lyfjagerðar og hefur alla burði til þess að vaxa og dafna og verða leiðandi aðili í þessum geira.

Byggið sem notað var í þessari tilraun hafði þá eiginleika að geta ekki æxlast við nokkra jurt í íslenskri flóru. Heimild hafði verið fengin til ræktunarinnar af þar til bærum stjórnvöldum eftir ítarlega umfjöllun Umhverfisstofnunar.

Sorglegt að svo sé komið fyrir fólki að það ráðist með þessu hætti gegn þeim vaxtarbroddum sem þó eru enn til staðar í landinu okkar og ættu með réttu að vera flaggskip okkar í þeirri baráttu að skapa landinu okkar meiri gjaldeyristekjur.

 


mbl.is Skemmdarverk unnin á tilraunareit í Gunnarsholti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Það koma ekki margir til greina og ætti að vera auðvelt að finna þá. Þeir eru áreiðanlega "góðkunningjar" á þessum vettvangi.

Sigurbjörn Sveinsson, 19.8.2009 kl. 15:38

2 Smámynd: Sigurður Gunnarsson

Ég tek undir með þér Unnur. Það sorglegasta er að skemmdarvargarnir þykjast vera að vinna í þágu almennings. Við getum rétt ímyndað okkur hvernig ástandið væri í þjóðfélaginu ef aðilar með þennan hugsunarhátt kæmust til valda, þ.e., ekkert er viðurkennt eða leyft nema það sem þeim finnst rétt. Mér dettur bara í hug "Animal farm" Georges Orwell, sem eins og allir vita var byggður á sögu kommúnismans í Rússlandi.

Sigurður Gunnarsson, 19.8.2009 kl. 15:51

3 Smámynd: Steinar Örn

Einar: Ég vona að þú sért ekki að samþykkja skemmdarverk á dýrmætu starfi og tilraun eða ýta undir slíkt athæfi.

Ég vil líka minna á (sem þú reyndar veist) að Umhverfisstofnun Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands, ráðgjafanefnd um erfðabreyttarlífverur og meginþorri vísindamanna Íslands á sviði erfðafræði hafa líst því yfir að tilraunin væri alls kostar hættulaus.

Takk fyrir góða færslu Unnur.

Kv. Svekktur starfsmaður ORF sem horfir eftir margar mánaða vinnu niður vaskinn.

Steinar Örn, 19.8.2009 kl. 15:57

4 identicon

Mér er spurn hvernig Þessum mönnum í Orf datt í hug að þeir fengju að vera í friði með þetta þarna?

Svona starfsemi þarf að vera afgirt með myndavélar og gæslu til að ná því fólki sem vill eyðileggja svona starfsemi. (Það er reynslan víða erlendis).

Varðandi athugasemdina um að hér séu kunningjar lögreglunnar á ferð og þá líklega átt við Saving Iceland, þá er ekki víst að svo sé, þó vissulega sé ekki hægt að útiloka það.

 

Tómas (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 16:23

5 identicon

Einar, hvað í veröldinni kemur Sjálfstæðisflokkurinn þessu við?

Sigurjón (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 16:25

6 identicon

Steinar:  Athugaðu hvar Hellisheiðarvirkjun fékk umhverfismat áður en hún var reist.  Fljótlega eftir að virkjunin er komin í gagnið verður svo vart við gróðurskemmdir á svæðinu vegna brennisteinsvetnis.  Samkvæmt umhverfismati virkjunarinnar áttu þessar skemmdir ekki að koma fyrir.  Hvaða staðla nota stofnanir ríkisins, og hvaðan koma þeir? Eru þetta staðlar sem henta viðkvæmu vistkerfi Íslands, eða bara copy/paste útfærsla frá einhverjum nágranna okkar?

Vita starfsmenn stofnanna hverju þeir eru að gefa leyfi fyrir?  Er alveg örugglega víst að þessar erfðabreyttu lífverur hafi ekki áhrif á vistkerfi landsins? Mitt svar er: Nei, við höfum ekki hugmynd um það.

Sigurður : Það er svona fólk sem er og hefur farið með völd hér í langan tíma, við höfum verið lengi í "Animal Farm" heimi.  Sjáðu t.d. hvernig er farið með þá sem hafa verið að rækta "gras" hérna heima undanfarið. 

Árni Sveinn (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 16:37

7 Smámynd: B Ewing

Mín afstaða er að ég er á móti ræktun á erfðabreyttu byggi (og reyndar "erfðabreyttu öllu") utandyra.  Svona tilraunir verða að fara fram í stýrðu umhverfi, innandyra og undir ströngu eftirliti. 

Ég hef sett inn athugasemdir um þetta mál áður auk þess sem ég gerði athugasemdir við  óvandaða, fljótfærnislega og í raun hættulega afgreiðslu Umhverfisstofnunar á leyfisveitingu fyrir þessari ræktun sl. vor.

Ég vil benda á ítarlegar og vel framsettar athugasemdir Stefáns Gíslasonar við þessa ræktun.  Hún er holl lesning hverjum þeim sem finnst þetta bara allt í lagi.   http://www.umis.is/default.asp?sid_id=10217&tre_rod=001|002|&tId=2&fre_id=88471&meira=1

aðrar greinar eru til, eftir lærða og leika.  Hef ekki tíma til að fletta þeim upp,  gúglið bara.

Að lokum kemur mér verulega á óvart að ORF hafi sáð á þessu sumri þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar um að of seint hafi verið að sá fyrir þetta sumar.  Eftir þá yfirlýsingu taldi ég að ORF ætlaði sér að fara eftir þeim nýju reglum sem átti að setja á Alþingi fyrir haustið.  Er nokkrum manni treystandi frá ORF eftir svona villandi yfirlýsingar ?

Hvað fréttina og skemmdarverkið varðar, þá kemur mér þetta tæpast á óvart þegar ég tek saman ofantalin atriði.  Í vor varð allt brjálað vegna þess hve mikinn flýti átti að hafa á afgreiðslu leyfisins auk þess sem þjóðir heims eru að keppast um að lýsa yfir GM-FREE ZONE á sem flestum svæðum.  Það að rækta erfðabreytta hluti utandyra rústar trúverðugleika Íslands í heild sem hreint ræktarland, rýrir verðgildi nærliggjandi jarða, sömuleiðis rýrnar verðmæti jarða sem tengjast sama vatnasvæði o.m.fl.

ORF upplýsti líka engan um að ræktun utandyra væri hafin (a.m.k. sá ég ekki fréttina). Hvaða and**** leynimakk er í gangi ?

B Ewing, 19.8.2009 kl. 16:45

8 Smámynd: Steinar Örn

Árni Sveinn:

Ég veit voða lítið um Hellisheiðarvirkjun þannig að ég get voða lítið tjáð mig um hana eða umhverfismatið þar að baki. Eru rökin þín að þar sem umhverfismat Hellisheiðarvirkjunar hafi verið gallað þá séu öll önnur umhverfismöt gölluð og beri því að hafna þeim eða skemma eigur fyrirtækjann sem sækja um leyfi?

Þitt svar er nei, mitt svar er já en sem betur fer er það hvorki ég né þú sem fjölluðum um þessi mál fyrir Umhverfisstofnun og Náttúrfræðistofnun. Þær fengu hlutlausa aðila, helstu sérfræðinga landsins til að meta málið.

Ég get komið með fjölmörg líffræðileg rök fyrir því hvers vegna þessi tilraun er hættulaus en hvet þig frekar til að kynna þér umhverfismatið sjálft, þú getur þá gagnrýnt það sem slíkt óháð Hellisheiðarvirkjun.

B Ewing: Fjallað var um málið ítrekað í fjölmiðlum í maí/júní og þar kom m.a. fram að ORF hafi verið veitt þetta leyfi.

Hér er frétt frá heimasíðu ORF um útiræktunina: http://www.orf.is/frettir/frett/nr/115316/

Tilkynning frá umhverfisstofnun: http://ust.is/Adofinni/Frettir/nr/6069

Hvaða leynimakk ert þú að tala um? Þú hefur bara ekki kynnt þér málið.

Steinar Örn, 19.8.2009 kl. 17:09

9 identicon

Steinar:  Ég var nú bara að reyna að benda þér á þá staðreynd að það að hafa fengið umhverfismat á eitthvert verkefni þýði ekki endilega að það verkefni sé hættulaust. Það gerði ég með nýlegu og nærtæku dæmi.

Árni Sveinn (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 17:48

10 identicon

Ég tek allfarið undir með B Ewing...

Þið sem styðjið erfðabreytta ræktun (fyrir skammtíma peningagróða), sjáið þið ekki heildarmyndina? Sjáið þið ekki frjókornin fjúka um eftir vindátt? Sjáið þið ekki fulltrúa ORF (eða annara aðila) koma inn á næsta byggakur og krefjast greiðslu fyrir það bygg sem reynist hafa fokið inn á ykkar óerfðabreytta akur? Því það er nákvæmlega það sem mun svo gerast! Það eru einkaleyfi á svona afurðum, þ.e. erfðabreyttu.

Kynnið ykkur reynslu sjálfstæðra bænda í USA, þar sem fyrirtækið (hryðjuverkasamtökin) Monsanto hafa stundað akkúrat þetta síðustu ca. 20 ár og gert nánast alla korn-, soja- og bómullarbændur þar að sínum leiguliðum þar sem að þeirra afurð var "allt í einu" farin að spretta á nánast hverjum akri... ég hvet fólk til þess að kíkja á afbragðs (óháða) heimildamynd um þetta mál, Future of Food heitir hún.

Hvað með erfðabreytt fólk? Það hlýtur að vera ef það er hægt að bjarga Íslandi þannig... er það ekki? (djók, því það er allveg jafn vitlaust...)

Kv. Jón Ingvar  

Jón Ingvar (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 18:01

11 identicon

Jón Ingvar, vandamálið sem þú nefnir er lagalegs eðlis og hefur ekkert með erfðabreytt bygg að gera per se.

Sigurjón (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 18:08

12 identicon

Þeir sem draga bandarísk stórfyrirtæki og meingallað einkaleyfakerfi þarlendis inn í þessa umræðu eru greinilega uppiskroppa með rök. Þetta mál um byggræktunina fékk faglega (og mjög ítarlega) umræðu og niðurstaðan var að veita leyfi.

Hér er heldur ekki verið að ræða um erfðabreytt matvæli (bara til að svara þeim næsta sem kemur með næstu hræðsluáróðursrök). Því miður kynnir fólk sér ekki málin heldur étur upp eitthvað samsæriskenningaröfl sem það les á netinu.

SBB (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 21:04

13 Smámynd: Steinar Örn

Jón Ingvar: "Sjáið þið ekki frjókornin fjúka um eftir vindátt?"

Bygg er sjálffrjóvgandi planta sem þýðir að frjókornin losna ekki nema inn í lokuðu fræi og geta því ekki fokið neitt. Auk þess þarf að planta fræjum til að bygg vaxi hér á landi. Ennfremur eru engir byggbændur nálægt tilraunareit ORF.

Annars gerði Landbúnaðarháskóli Íslands tilraun um hversu mikið byggfræ geta ferðast með vind og öryggi ræktuna á erfðabreyttu byggi á Íslandi. Hvet þig til að kynna þér þá skýrsl, http://www.lbhi.is/Uploads/document/Rit_LBHI/Rit-LBHI-nr-1.pdf

Árni Sveinn: Hvers vegna gagnrýniru ekki umhverfismatið faglega og málefnalega frekar en að minnast á eitthvað sem kemur málinu ekkert við. Ég giska reyndar að þú hafir ekki kynnt þér umhverfismatið, þar færðu spurningar við spurningunum sem þú varpar fram.

Steinar Örn, 19.8.2009 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband