15.9.2009 | 15:04
Ekki boðleg lausn
Enn og aftur erum við minnt á mikilvægi þess að eiga greiðar og góðar samgöngleiðir með þeim vanda sem nú er komin upp varðandi notkun Breiðafjarðarferjunnar á sjóleiðinni til Eyja. Öll byggðarlög sama hvar á landinu þau eru eiga tilveru sína, samkeppnishæfni og vaxtarmöguleika undir þeim samgönguleiðum sem færar eru . Eyjamenn, ólíkt flestum öðrum landsmönnum, eru einfaldlega minntir hressilega á þessa staðreynd reglulega. Tel að allir landsmenn skilji sjónarmið Eyjamanna og komi til með að þjappa sér að baki því að klára framkvæmdir og útfærslu á framtíðar ferjumálum á sjóeiðinni til Vestmannaeyja gegnum hina nýju Landeyjahöfn.
Markmiðið hlýtur að vera að tryggja að tilvik sem þessi komi ekki upp. Er ekki einfaldlega niðurstaðan að sú ákvörðun að nota Baldur í afleysingasiglingar milli lands og Eyja var röng?
Vestmannaeyjar án sjósamgangna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.