Af hverju þennan asa?

Sveitarstjórnarkosningar eru í lok maí á næsta ári og óhætt er að fullyrða að undirbúningur að framboðum víða um landið er löngu hafinn. Kosningalöggjöfin er ekki fullkomin og gott mál að fara yfir hlutina. En það er vægast sagt óþægilegt að kjósendur viti ekki eftir hvaða fyrirkomulagi komandi kosningar fari fram. Nú kemur fram hjá forsætisráðherranum að málið verði í sérstökum forgangi hjá ríkisstjórninni á komandi þingi. Ég myndi frekar nota áhrif mín væri ég forsætisráðherra til að koma böndum á ríkisfjármálin, koma með lausnir fyrir skuldsett heimili, koma fram með skýra stefnu í orku- og atvinnumálum sem kæmi strax til framkvæmda auk þess að vinna að því myrkrana á milli að vekja von um betri tíð með verkum mínum. Hvers vegna ekki að gefa málinu meiri tíma? Sveitarstjórnarmenn hafa það á tilfinningunni að nota eigi sveitarstjórnarkosningarnar til tilraunastarfsemi á vegum VG og Samfylkingar. Af hverju ekki hugsa þetta aðeins betur og taka tilraunina, ef af verður, á þingmannskandídata frekar en sveitarstjórnarmenn?


mbl.is Persónukjör forgangsmál á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér er komið mál málanna -

Icesave - fjármál heimilanna - endurreisn atvinnulífsins og annað smáföndur Sjálfstæðisflokksins er bara tímaskekkja - sem er notuð í þeim tilgangi að slá ryki í augu fólks -

Hvernig valið er á framboðslista er aðalmálið - mál sem verður að hafa forgang -

Spyrjið bara Jóhönnu - jú og endurskipulagning ráðuneytanna - og aðalmálið - skipta um tegund handsápu í forsætisráðuneytinu.

Er ekki allt í standi hjá þessu fólki?

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband