Fyrirspurnum svarað í dag

Í dag munu ráðherrar svara fyrirspurnum frá þingmönnum um ýmis efni. Ég kem til með að fá svör við þrem spurningum í dag. Ég hef beint fyrirspurnum til menntamálaráðherra varðandi það hver sé staðan undirbúnings þess að setja á fót framhaldsskóla í Rangárþingi annarsvegar og í Grindavík hinsvegar en heimamenn hafa unnið að málum undanfarin misseri og brýnt að allir séu upplýstir um hver stefna menntamálaráðherra er.

 Þá hef ég beint fyrirspurn til samgönguráðherra varðandi Hornafjarðarflugvöll en mig langar að vita hvort unnið sé að því í ráðuneyti samgöngumála að Hornafjarðarflugvöllur fái aftur löggildingu sem millilandaflugvöllur með áherslu á ferjuflug og einkaflug.

    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband