Var ekki sænska forystan lykilatriði fyrir Ísland?

Aðildarumsókn Íslands var samþykkt hér á Alþingi í sumar í hasti. Samfylkingarmenn vildu hraða málinu, eina máli flokksins, þar sem gríðarlega miklu máli skipti að Svíþjóð færi með forystu í sambandinu þegar okkar mál yrðu til umfjöllunar. Það gekk ekki eftir.

Í atkvæðagreiðslunni birtist þjóðinni grímulaus umskipti þingmanna VG til aðildarumsóknar. Í kosningunum kynntu frambjóðendur VG þá stefnu að flokkurinn legðist gegn aðild að ESB. Á daginn kom að lítið hald var í þeim yfirlýsingum.

Við erum á rangri vegferð í þessu máli. Hagsmunum þjóðarinnar er betur borgið utan ESB en innan. Kröftum þjóðarinnar og fjármagni er betur borgið í önnur verkefni en að láta draum samfylkingarinnar rætast. Eigum við ekki einfaldlega að draga umsóknina til baka?


mbl.is Ákvörðunar að vænta í mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Haha, jújú. Núna segir Össur að Spánverjar verði svo þægilegir við okkur. Einmitt! :)

Hjörtur J. Guðmundsson, 7.12.2009 kl. 18:40

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þess utan er það ferli sem hafið er ekki neinar "aðildarviðræður" heldur aðlögunarferli (accession process). Um það segir á heimasíðu stækkunarráðherra Evrópusambandsins:

"In 1995 the Madrid European Council further clarified that a candidate country must also be able to put the EU rules and procedures into effect. Accession also requires the candidate country to have created the conditions for its integration by adapting its administrative structures. While it is important for EU legislation to be transposed into national legislation, it is even more important for the legislation to be implemented and enforced effectively through the appropriate administrative and judicial structures. This is a prerequisite of the mutual trust needed for EU membership."

Stundum er talað um að við séum að fara í sama ferli og Norðmenn á sínum tíma. Það er rangt, Norðmenn fóru í samningaviðræður og ef þeir hefðu samþykkt inngöngu hefði aðlögunin að Evrópusambandinu hafizt að því loknu. Eins og kemur fram í textanum hér að ofan var ferlinu breytt 1995, þ.e. eftir að Norðmenn höfnuðu inngöngu síðast. Nú fer aðlögunin fram fyrirfram.

Hjörtur J. Guðmundsson, 7.12.2009 kl. 18:45

3 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Auðvitað eigum við að draga umsóknina til baka.... íslenska þjóðin vill ekki inn og ESB vill okkur í raun ekki heldur...

Ómar Bjarki Smárason, 7.12.2009 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband