Gríðarleg samgöngubót sem þarf að nýta

Landeyjahöfn verður gríðarlega samgöngubót fyrir Íslendinga alla. Þar sem höfnin verður tekin í notkun næsta sumar er brýnt að fyrir liggi hið fyrsta áætlun ferjunnar í höfnina sem og gjaldskrá þar sem vart er hægt að halda heimamönnum í óvissu mikið lengur. Þá eru ferðamenn eru nú í óða önn að skipuleggja sumarfríið næsta sumar og ferðaþjónustuaðilar hafa engin svör um hvernig samgöngum verði háttað.

Ég trúi því ekki að samgönguráðherra ætli að gera ráð fyrir færri ferðum en upphaflega áætlunin gerði ráð fyrir. Miðað við svarið er ekki búið að negla þá ákvörðun niður og við skulum sjá hvað setur. Held a.m.k. áfram að fylgja málinu eftir.


mbl.is Óvíst með fjölda ferða milli lands og Eyja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband