Ótrúlega stutt í að siglt verði í Landeyjahöfn

Það er gott að vita af því að vel gengur við að koma á mikilvægum samgöngubótum til handa Eyjamönnum. Með tilkomu Landeyjahafnar skapast gríðarlega mikil tækifæri fyrir ferðaþjónustuaðila í Eyjum og á landi. Verkefnið hefur gengið vel frá upphafi og allar líkur eru á því að tímaáætlanir standist sem þýðir að við siglum milli Landeyja og Eyja eftir rúmt ár. Bylting fyrir Eyjamenn sem og alla landsmenn sem þá geta á einfaldan hátt skroppið yfir og skoðað þá mögnuðu náttúru sem Eyjarnar hafa að geyma. Ekki skemmir fyrir að Eyjamenn eru upp til hópa skemmtilegt fólk, góðir gestgjafar og sérstaklega jákvæðir. Nú þarf bara að stöðva áform vinstri stjórnarinnar um fyrningu aflaheimildanna til að tryggja áframhaldandi öflugt atvinnulíf í Eyjum.
mbl.is Fyrsta ferð Herjólfs að Bakkafjöruhöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband