Bæjarstjórinn stendur sig vel

Að standa vörð um atvinnumál í því sveitarfélagi sem maður býr í er ein mikilvægasta skylda sveitarstjórnarmannsins. Sveitarstjórnarmenn í sjávarbyggðum víðast hvar um landið senda nú frá sér harðorðar ályktanir gegn fyrningarleið ríkisstjórnarflokkanna. Til slíkra viðbragða grípa sveitarstjórnarmenn ekki að gamni sínu. Gagnrýni bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum á fullan rétt á sér enda ekkert eðlilegt við það að stjórnmálaflokkarnir hlusti ekki á röksemdir og áhyggjur kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum landsins.

Ríkisstjórnarflokkarnir hafa í ræðu og riti fjallað um mikilvægi þess að viðhafa samráð um stórar ákvarðanir. Það er frekar hjákátlegur málflutningur þegar horft er á viðbrögðin við áhyggjum sveitarstjórnarmanna. Ef aðilar með ólíkar skoðanir og hagsmuni eiga að koma  sameiginlega að slíkri vinnu er mikilvægasta reglan að bera virðingu fyrir skoðunum annarra og byggja gagnrýni sína á rökum. 

Við Íslendingar stöndum frammi fyrir því verkefni að endurreisa efnahag landsins.  Við verðum að setja atvinnumál í forgang enda er ljóst að ef atvinnulífinu gengur vel þá gengur heimilunum vel. Í þeirri vinnu er mikilvægt að styðja þær grunnstoðir sem enn standa sterkar og skapa okkur útflutningstekjur. Þar er sjávarútvegurinn fremstur í flokki. Kvótakerfið er ekki fullkomið og leita ber leiða til að sníða af því helstu agnúanna en nú í miðri efnahagslægð er ekki tíminn til að steypa greininni í stöðnun óvissunnar sem vissulega er þegar farið að sjá stað vegna málflutnings stjórnarliða.

Áfram Elliði, þú stendur þig vel!


mbl.is Harma viðbrögð Samfylkingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ert þú að tala um sveitarstjórnarmennina í Mjóafyrði,Norðfyrði,Eskifyrði,Reyðarfyrði,Fáskrúðsfyrði,Stöðvarfyrði og svo Arnarstapa,Hellisandi,Rifi og Ólafsvík ? ó sorry þetta eru víst bara tvö bæjarfélög sem kallast FJARÐARBYGGÐ og SNÆFELLSBÆR og ekki er ég viss um að ÍBÚAR þessara bæjarfélaga séu sammála talsmönnum útgerðanna sem hafa líf og dauða þess í hendi sér

zappa (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 23:08

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

nokkuð til í þessu hjá þér zappa - Unnur þú ættir kanski aðeins að kynna þér landsmálin

Jón Snæbjörnsson, 22.5.2009 kl. 23:55

3 identicon

Zappa samfilkinginn í grindavík er búinn að gagnrýna fyrningu ásamt flestum öðrum sveitarfélögum sem eru í tengslum við greinina. Núna eiga stjórnvöld að fjölga störfum í sjávarútvegi til dæmis með því að setja byggðakvóta í línupottinn,afnema veiðiskildu til að auðvelda þeim sem hafa gert út kvótalausa og kvótalitla báta út því við skulum átta okkur á því að margir einyrkjar hafa fjárfest í kvóta sem er 10,20,30% af þeim afla sem þessir menn veiða rest er kvótaleiga. Einnig er það sama upp á teningnum hjá þeim sem hafa verið skertir vegna kvótaskerðinga,línutvöföldunar,krókabáta,byggðakvóta og sitja eftir með 40,50% af upphaflegum kvóta. 

Magnús (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 00:56

4 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Málflutningur Sjálfstæðismanna er hjákátlegur. Sérstaklega í ljósi þess að þeir stóðu fyrir einu óréttlátasta kerfi í sögu landsins. Ekki bara varðandi kvótakerfið heldur líka hinu frjálsa framsali.

Fólk sem hafði byggt alla sína afkomu á fiskvinnslu var á einni nóttu gert atvinnulaust  og eignir þeirra urðu verðlausar. En sá sem hafði fengið kvóta  gengu í burt með milljarða í vasanum. Milljarða sem síðan voru notaðir til að starta einu stærsta spilavíti veraldar.

Þóra Guðmundsdóttir, 23.5.2009 kl. 11:41

5 identicon

Þóra var það ekki ríkisstjórn sem Steingrímur og Jóhanna sátu í sem komu frjálsa framsalinu á.

Magnús (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband