11.9.2009 | 07:43
Tillaga var lögð fram um málið á sumarþingi
Þann 19. júní sl. lagði ég ásamt Tryggva Þór Herbertssyni fram á Alþingi, tillögu til þingsályktunar um aðgerðir til að hvetja til fjárfestinga erlendra aðila á Íslandi.
Aldrei í sögu lýðveldisins hefur verið meiri þörf fyrir atvinnuuppbyggingu og gjaldeyrisskapandi iðnað en einmitt nú. Erlendir fjárfestar hafa sýnt mikinn áhuga á því að koma að ýmsum verkefnum hér á landi sem tengjast flest orkufrekum iðnaði en hann myndar eins og kunnugt er fjölda beinna og afleiddra starfa, m.a. hjá tækni- og þekkingarfyrirtækjum og einyrkjum. Erlendir fjárfestar reka sig hins vegar á ýmsa tálma í íslenskri stjórnsýslu sem hindra það að verkefnin komist af hugmyndastigi á framkvæmdastig. Þannig er ekki til rammalöggjöf um erlendar fjárfestingar, orkuafhending er óviss og mat á umhverfisáhrifum er tafsamt ferli og oft og tíðum tilviljanakennt. Brýnt er að taka á þessu sem fyrst til að liðka fyrir því að erlent fjármagn streymi til landsins til að byggja upp atvinnulífið til framtíðar og skapa þjóðinni auknar gjaldeyristekjur. Hlutverk stjórnvalda er að skapa þá umgjörð sem þarf til að hvetja erlenda fjárfesta til atvinnusköpunar en ekki að setja upp óþarfa hindranir sem letja erlenda fjárfestingu. Stjórnsýslan má ekki þvælast fyrir þegar kemur að uppbyggingu atvinnulífsins það seinkar endurreisninni.
Í þinsályktunartillögunni var lagt til að ríkisstjórninni yrði falið að beita sér fyrir aðgerðum til að auðvelda fjárfestingar erlendra aðila á Íslandi með því að setja sérstaka rammalöggjöf þar um, gera áætlun um orkuafhendingu til a.m.k. 5 ára, til að endurskoða lagaákvæði um mat á umhverfisáhrifum og skildi þessar aðgerðir komnar til framkvæmda fyrir 1. ágúst sl.
Þingsályktunartillagan fékkst ekki rædd á sumarþingi.
ESB og Icesave áttu sviðið.
Erlend fjárfesting mikilvæg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.