Að skilja samhengi hlutanna

Umhverfisráðherra ritar pistil á heimasíðu sína á Pressunni í dag þar sem hún ber af sér þær sakir sem á hana eru bornar um að tefja fyrir uppbyggingu atvinnulífs á Suðurnesjum vegna úrskurðar um Suðvesturlínu fyrr í vikunni.  Óvissuþættir varðandi álver í Helguvík séu svo margir að málið sé hvort sem er í uppnámi. Að lokum biður ráðherrann um að menn tali um umhverfismál „eins og fullorðið fólk“.

  • Ráðherrann þarf að skilja að úrskurðurinn sendir þau skilaboð til erlendra fjárfesta að íslenskum stjórnvöldum sé ekki treystandi til að standa við fyrri ákvarðanir sínar.
  • Ráðherrann þarf að skilja að slíkt hefur veruleg áhrif á möguleika okkar til framtíðar til að laða erlenda fjárfesta til landsins.
  • Ráðherrann þarf að átta sig á því að úrskurðurinn sendir þau skilaboð að ríkisstjórnin ætli ekki að standa við stöðugleikasáttmálann.
  •   Ráðherrann þarf að skilja að það er holur hljómur í hennar málflutningi um að hún viðhafi með úrskurði sínum góða stjórnsýsluhætti þegar hún brýtur við málsmeðferðina þá tímafresti sem lög gera ráð fyrir.
  • Ráðherrann þarf að skilja að lesa má út úr grein hennar á Pressunni að önnur sjónarmið en fagleg hafi ráðið niðurstöðu hennar í málinu.
  • Ráðherrann þarf að skilja að úrskurðurinn veldur enn meiri óvissu í íslensku atvinnulífi en fyrir var og var óvissan þó næg fyrir.

  • Ráðherrann þarf að skilja samhengi hlutanna. Það gerir fullorðið fólk.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Unnur, hvers vegna í ósköpunum beita þingmenn Suðurkjördæmis sér ekki fyrir gagnrýninni yfirferð á skynsemi þess að stórauka veiðar? Það væri skjótvirkasta leiðin til þess að auka tekjur samfélagsins. 

Sú leið sem hefur verið farin, þ.e. svokölluð uppbygging á stofnum, stangast á við viðtekna vistfræði og hefur ekki skilað öðru en auknum niðurskurði svo að þorskaflinn nú er nálægt þrisvar sinnum minni en hann var áður en þessari tilraun var hleypt af stokkunum fyrir liðlega 20 árum.

Sigurjón Þórðarson, 3.10.2009 kl. 20:11

2 Smámynd: Guðlaug H. Konráðsdóttir

Þessi ríkisstjórn er að drepa allt atvinnulíf og  þessi ákvörðun tefur alla uppbyggiingu efnahagslífsins. Það, að ráðherra VG setji öfgafullar sammþykktir flokks síns  um umhverfismál í forgang núna, opinberar að ráðherra vinnur ekki að hagsmunum þjóðarinnar .  Þessi ákvörðun ber keim af sýndarmennsku til að hafa í farteskinu við næsta forval VG og áframhaldandi völd innan flokks síns.

Haltu áfram Unnur ! Gott hjá þer ! i 

Guðlaug H. Konráðsdóttir, 4.10.2009 kl. 00:22

3 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Unnur Brá - talandi um fullorðið fólk !  Ekki veit ég hvenær einhver telst fullorðinn - en gei ráð fyrir því að þið systur (?), telið ykkur í þeim hópi.

Svo sannarlega þarf alþingismaður að hafa komist yfir þekkingu á bernskustigi - en svo ég spyrji þingmanninn - Hvaðan á orkan til álversins að koma ?

Getur fullorðna fólkið sagt okkur það - Ætlar þú Unnur brá að svara því hér - sem hvergi er hægt að svara - hvort til sé orka í álvers-uppbyggingu í Helguvík ?  - ég vænti að þessar raflínur - ofanjarðar eða neðan - eigi að flytja raforku til þessa álvers ?  Varla er þeim ætlað að standa þar upp á punt ?

En ef það telst þroska og viskumerki að leiða raflínur - en eiga ekki rafmagn á þær - þá skal ég fús teljast mjög bernsk í mér þegar ég lýsi því yfir að ég er gjörsamlega mótfallin slíkum vinnubrögðum.

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 4.10.2009 kl. 11:47

4 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Þar sem þú ert í vinnu hjá mér - ætlast ég til að þú upplýsir mig um raforkuna sem til er - það hefur komið fram í fjölmiðlum að sú orka er bara af skornum skammti !

Veist þú eitthvað meira um þau mál.  Veit ekki um menntun þína en vísindamenn í jarðvarma - sem og nýtingu vatnsafls - ljúga greinilega að allri þjóðinni - þeir hafa verið að benda á - að jarðvarmaholur eru ekki endalausar - þær deyja - kólna.

Svo er það víst þannig líka að fiskistofnar fara illa út úr því þegar jökulár eru virkjaðar - því efnainnihald vatnsins breytist við það - eins og þú væntanlega hefur tekið eftir með Þjórsá - þar með er fæðu á hrygningarstöðvum takmörkuð - þ.e. þar sem árnar ganga út í sjó - halda sig stórir og miklir vaxandi fiskistofnar - en það hefur tekið breytingum eftir að jökulárnar hafa verið virkjaðar.

En segðu mér hvaða menntun þú hefur og þekkingu  til þess að leggja faglegt mat á getu virkjanasvæða til þess að virkja - og einnig röksemdir um  arðsemi slíkra framkvæmda - arðsemi fyrir íslenska þjóð - og arðsemi álfyrirtækis ?

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 4.10.2009 kl. 11:57

5 identicon

http://davidstefansson.is/?p=474

Kveðja,

Davíð

Davíð (IP-tala skráð) 4.10.2009 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband