Fljótshlíðingurinn Nína

Nína Sæmundsson var fædd í Nikulásarhúsum í Fljótshlíð og er einn þekktasti listamaður Rangárþings. Nína var fyrst íslenskra kvenna til að leggja fyrir sig höggmyndanám.  Eftir nám bjó hún ein 30 ár í Bandaríkjunum og varð þar ein af okkar frægustu myndhöggvurum, en eftir hana eru verk víða um heim.

Sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur á yfirstandandi kjörtímabili lagt mikið upp úr því að kynna menningararf svæðisins fyrir gestum og íbúum sveitarfélagsins. Menningarnefnd Rangárþings eystra hefur af því tilefni staðið fyrir mörgum merkilegum listviðburðum í Sögusetrinu á Hvolsvelli.

Sýning á höggmyndum  Nínu í águst 2007 var einn af hápunktum þess starfs en verkin voru fengin að láni hjá Listasafni Reykjavíkur.

Áhugasamir eru hvattir til að koma við í Nínulundi við Hlíðarenda í Fljótshlíð en hægt er að ganga frá kirkjunni á Hlíðarenda yfir í lundinn. Þar hefur verið komið fyrir styttunni Móðurást en það verk fékk á sínum tíma fyrstu verðlaun í samkeppni í Los Angeles sem yfir þúsund listamenn tóku þátt í.

Nína er sannarlega í hópi athygliverðustu kvenna Íslandssögunnar en alkunna er að margir kvennskörungar hafa búið í Fljótshlíðinni í gegnum tíðina.


mbl.is „Alltaf verið dálítið vanmetin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Er þetta kannski þessi Nína sem Stebbi og Eyvi sungu um þarna í Eurovision um árið.....?

Ómar Bjarki Smárason, 14.10.2009 kl. 18:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband