Alger uppgjöf af hálfu ríkisstjórnarinnar

Ég heyrði í fréttum áðan þá túlkun að sigur fælist í því að fallist væri á að vafi leiki á um kröfur Breta og Hollendinga vegna Icesave. Engu að síður fellst ríkisstjórnin á að greiða kröfuna að fullu. Ég heyrði líka fréttaflutning af því að Bretar og Hollendingar hafi fallist á alla fyrirvara er varða sjálfstæði Íslands. Þurfti að spyrja sérstaklega að því?  

Ég tel varla hægt að niðurlægja eina þjóð meira en ríkisstjórnin hefur gert með þessu nýja samkomulagi?

Efnahagslegu fyrirvararnir eru bitlausir þar sem ríkisábyrgðin er tímalaus og vextir skulu alltaf greiðast að fullu óháð hagvexti. Lagalegu fyrirvararnir hafa litla sem enga þýðingu því hvað stoðar að mega leita réttar síns ef niðurstaðan á ekki að hafa neitt gildi?

Fyrirvararnir sem Alþingi setti í sumar í íslensk lög hafa með þessari aðgerðir ríkisstjórnarinnar verið algerlega útvatnaðir og Bretum og Hollendingum í raun gefið lagasetningarvald á Íslandi.

Ég spyr er það í samræmi við stjórnarskrá lýðveldisins Íslands að ríkisstjórnin semji á þennan hátt þvert á gildandi lög frá Alþingi Íslendinga?

 


mbl.is Lengra varð ekki komist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Allt hið neikvæða sem þú dregur upp um aðstöðu okkar er í boði Sjálfstæðisflokksins og allt hið jákvæða í boði vinstristjórnarinnar.

Góðar stundir.

Rúnar Þór Þórarinsson, 18.10.2009 kl. 18:10

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Sæl Unnur Brá og þakka þér samantektina

það þarf mjög yfirgripsmikla vanþekkingu og eða einhvern ákveðinn óæskilegan eiginleika til þess að komast að þeirri niðurstöðu sem Rúnar setur fram hér að ofan.

Honum er líkt farið og manninum úr Þistilfirðinum sem hefur étið ofan í sig allar yfirlýsingar síðustu 20 ára - og gleypir enn - allt til þess að halda stólnum sem hann veldur ekki og til þess að viðhalda "ríkisstjórn" sem er ekki.

Málflutningi sjs hef ég undanfarin mörg líkt við söguna um Nýju fötin keisarans - bara tal en ekkert efni - það hefur komið á daginn

Ólafur Ingi Hrólfsson, 23.10.2009 kl. 04:02

3 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Blah, blah, blah.

Um að gera að loka augunum og taka ekki ábyrgð á neinu.

Rúnar Þór Þórarinsson, 27.10.2009 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband