Svör fengin við þrem skriflegum fyrirspurnum

Nú fer að síga á seinni hluta annasamrar viku í þinginu. Í vikunni hef ég fengið skriflegt svar við Tveim fyrirspurnum sem ég hef lagt fram.

Í fyrsta lagi beindi ég fyrirspurntil dómsmálaráðherra um hversu mörgum nauðungarsölum fasteigna var til 1. nóvember sl.  samkvæmt sérstakri lagaheimild. Í ljós kom að sölu 1056 fasteigna var frestað á landinu öllu. Á morgun fer fram önnur umræða um frumvarp dóms- og mannréttindaráðherra um frekari frestheimildir, nú til 31. janúar n.k. Frekari frestun er eflaust það eina sem hægt er að gera eins og staðan er í dag en hins vegar verður að gagnrýna það að ekki skuli frekar tekin ákvörðun um hvernig þessum málum skuli vinda fram. Óvissunni er enn fram haldið og fær að fylgja a.m.k. 1056 fasteignaeigendum inn í nýárið. 

Í öðru lagi beindi ég þeirri fyrirspurn til dóms- og mannréttindaráðherra hversu margar beiðnir um heimild til  greiðsluaðlögunar hafi verið teknar fyrir hjá dómstólum landsins. Í svari ráðherrans kemur fram að 318 beiðnir um nauðasamninga til greiðsluaðlögunar hafi borist héraðsdómstólunum, þar af eru 77 óafgreiddar. Samþykktar beiðnir eru 215 en 14 var hafnað. Þá hafa 5 beiðnir verið afturkallaðar.

Í þriðja lagi beindi ég fyrirspurn til fjármálaráðherra varðandi fjölda opinberra starfa hjá ríkinu 2005-2009.  Í svarinu kom fram athygliverðar upplýsingar varðandi þróun fjölda opinberra starfa sem ég mun fjalla nánar um hér síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband