4 fyrirspurnir lagðar fram í dag

Í fyrsta lagi beini ég fyrirspurn til samgönguráðherra um hvort unnið sé að því að Hornafjarðarflugvöllur fái aftur löggildingu sem millilandaflugvöllur með áherslu á ferjuflug og einkaflug og ef svo er, hver staða þeirrar vinnu er?

Í öðru lagi beini ég þeirri fyrirspurn til samgönguráðherra hvort fyrirhugaðar séu breytingar á aðkomu ríkisins að flugsamgöngum til Vestmannaeyja vegna tilkomu Landeyjahafnar. Ljóst er að svar við þessari spurningu varðar Eyjamenn og gesti þeirra miklu og þarf að fara að komast á hreint hvernig málum verður háttað.

Í þriðja lagi beini ég tveim fyrirspurnum til menntamálaráðherra um hver sé staða undirbúningsvinnu að stofnun tveggja framhaldsskóla, annars vegar í Rangárþingi og hins vegar  í Grindavík.

Fróðlegt verður að fá svör við þessum fyrirspurnum en um þessi mál og fleiri var fjallað á ársþingi Sambands sunnlenskra sveitarfélaga á Hornafirði um miðjan síðasta mánuð og um framhaldsskólann í Grindavík á fundi SSS, Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum þann 17. október sl.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband