Góðar óskir

Ég óska Friðrik til hamingju með formennskuna og jafnframt velfarnaðar í starfi. Þórði óska ég alls hins besta á nýjum vettvangi. Mikil vinna hefur farið fram undanfarna mánuði hjá okkur Sjálfstæðismönnum varðandi skuldastöðu heimilanna og höfum við m.a. fundað með fulltrúum frá Hagsmunasamtökum heimilanna til að fara yfir málin og þakka ég hér með kærlega fyrir það samráð. Hef ég kynnst bæði Þórði og Friðrik í þeirri vinnu.

Ég tel bestu leiðina til lausnar á skuldavanda heimilanna vera þá að fulltrúar allra flokka auk fulltrúa hagsmunasamtaka setjist saman niður til að kortleggja stöðuna og finna lausnir. Nú hefur verið lögfest sú skylda félagsmálaráðherra að kalla slíka nefnd saman og vonast ég til þess að nefndin verði skipuð hið fyrsta. Við skulum ekki láta þetta mál kljúfa þjóðina.


mbl.is Nýr formaður Hagsmunasamtaka heimilanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

,,Mikil vinna hefur farið fram undanfarna mánuði hjá okkur Sjálfstæðismönnum varðandi skuldastöðu heimilana."

Mér þykir þú ærið gamansöm, Unnur Brá.

Hinsvegar held ég að þið ,,Sjálfstæðismenn" ættuð frekar að kanna hvað þið lögðuð mikla vinnu í að koma heimilinum í þær skuldir sem þau eru.

Og Icesave-ið ættuð þið Sjálfstæðismenn að borga einir, ásamt mörgu fleira sem þið berið ábyrgð á.

Jóhannes Ragnarsson, 6.11.2009 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband