Þrýstingur frá þjóðinni skipti sköpum

Þar sem menn eru byrjaðir að þakka er vert að minna á framlag þeirra einstaklinga sem hafa lagt nótt við dag við að sökkva sér í málið, skrifa blaðagreinar og vekja þannig athygli á ýmsum hliðum þessa flókna máls. Hér ber sérstaklega að nefna Ragnar Hall, Stefán Má Stefánsson og Lárus Blöndal. Síðan er ekki hægt að sleppa því að fagna framlagi talnagúrúsins Hjálmars Gíslasonar hjá Datamarket.com sem hefur lagt sig í líma við að skoða tölurnar á bak við samninginn. Jafnframt ber að þakka þeim fjölmörgu sem hafa sent tölvuskeyti á ráðamenn þjóðarinnar til að benda á ýmis sjónarmið í málinu sem og þeim sem mætt hafa á Austurvöll til að minna á alvarleika málsins.

Án framlags þessara aðila er líklegra en ekki að ríkisstjórnarflokkunum hefði tekist það upphaflega ætlunarverk sitt að keyra málið óbreytt í gegnum þingið án þess að þingmenn og þjóðin öll hefðu átt þess kost að sjá gögn málsins, þar á meðal samningana sjálfa.

Takk.


mbl.is „Tær snilld“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband