Að drepa niður tækifærin

Ákvörðun umhverfisráðherra frá því í dag um að fella úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar um að ekki skuli fara fram sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum framkvæmda vegna Suðvesturlínu og öðrum tengdum framkvæmdum hefur því miður áhrif á þetta góða mál. Gagnaver Verne Global á gamla varnarliðssvæðinu er gríðarlega mikilvæg skref til þess að skapa fleiri störf og að auka gjaldeyristekjur þjóðarinnar. Hvort tveggja er grundvallaratriði til þess að við náum okkur sem fyrst upp úr efnahagslægðinni. EN gagnaverið þarfnast orku, orkuna þarf að flytja og það gerist ekki ef engin flutningsmannvirki eru til staðar.

Við þurfum sárlega á því að halda að sjá tækifærin sem blasa við komast í framkvæmd. Við þurfum að veita fólki von.  Umhverfisráðherra er ekki að vinna að því markmiði - þvert á móti. Þeir fjárfestar sem taka þátt í þessu verkefni sem og öðrum sem eru í undirbúningi hafa ekki endalausa þolinmæði gagnvart hringlandahætti ráðherra ríkisstjórnarinnar.  

Ákvörðun umhverfisráðherrans hefur afar víðtæk áhrif. Áhrif á traust erlendra fjárfesta á stjórnvöldum, áhrif á trú landsmanna á að atvinnutækifærin sem eru nú þegar pípunum skili sér og áhrif í þá átt að auka óvissuna sem ríkir hér á landi enn frekar.  

Ég hef frá því ég settist á þing leitað eftir svörum við því hver er stefna ríkisstjórnarinnar í orku- og atvinnumálum. Þar hafa iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra talað í kross. Ég óttast að loks sé stefnan komin fram, hér í þessu máli. 

Það getur ekki verið stefna ríkisstjórnar Íslands að drepa niður tækifærin í atvinnumálum og til öflunar gjaldeyristekna. Það er krafa mín að málið verði tekið upp í ríkisstjórn. 


mbl.is Beðið eftir fjárfestingarsamningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband