30.9.2009 | 10:12
Óvissa, óvissa og óvissa
Það er mér lífsins ómögulegt að skilja hvert ríkisstjórnarflokkarnir eru að fara í orku- og atvinnumálum landsmanna. Ráðherrar Samfylkingar tala fjálglega um að brýnt sé að grípa tækifærin, telja hlutina alveg vera að smella varðandi atvinnuuppbyggingu tengdum orkufrekum iðnaði á Suðurnesjum, tala einn daginn um að álver á Bakka sé málið en neita svo að framlengja viljayfirlýsingu um málið.
VG horfir á Stöðugleikasáttmálann, ummæli Samfylkingarmanna og reynir að finna leið til að hindra að hlutirnir geti orðið að veruleika. Án þess þó að segja það hreint út. Vísa í góða stjórnsýsluhætti!
Ég spyr: Hvers vegna þorir VG ekki einfaldlega að tala hreint út og segja að þau ætli með öllum tiltækum ráðum að stöðva allar frekari uppbyggingu álver á Íslandi? Alla uppbyggingu í orkufrekum iðnaði? Þingmenn VG þorðu að tala meðan að þau voru í stjórnarandstöðu. Hvers vegna ekki nú?
Vísa að öðru leyti í færslu mína hér síðan í gærkvöldi.
Úrskurður umhverfisráðherra veldur mikilli óvissu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Orð í tíma töluð!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 30.9.2009 kl. 11:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.